September gefið ágætlega
„Það er mikið af laxi hérna, er í Réttarstregnum, en hann er tregur, einn kom upp í fluguna áðan,“ sagði Þröstur Elliðason leigutaki í Hrútafjarðará, veiðitíminn er að klárast eins og víða þessa dagana. Það er flottvveður við ána þegar við vorum þar á ferðinni, flott vatn en fiskurinn var ekki í neinu tökustuði.
„Áin er að komast í 200 laxa, sem er minna en í fyrra, en það er víða töluvert af fiski eins og hérna í Réttarstrengnum. Sumarið byrjaði rólega hérna eins og víða á þessum slóðum en september hefur verið að gefa vel. Einn og einn stórlax veiddist í sumar hjá okkur,“ sagði Þröstur og hélt áfram að kasta fyrir fiskana í strengnum en þeir voru ekki í miklu tökustuði frekar en laxarnir víða í veiðiánum í sumar. Þannig er það bara.
