Fjölmenni á urriðadansi á Þingvöllum í blíðunni
„Árlegur urriðadans undir leiðsögn Jóhannesar Sturlaugssonar var vel sóttur að vanda,“ sagði Reinhold Richter sem var einn af fjölmörgum sem mættu á Urriðadansinn á Þingvöllum og smellti af myndum í blíðunni. „Þjóðgarðurinn skartaði sínu fegursta og risa urriðar svömluðu tignarlega um Öxará.
Ungir og gamlir skemmdu sér konunglega og fræddust í leiðinni um sjóbirtinginn sem settist að í Þingvallavatni fyrir þúsundum ára og þróaðist í þennan merka urriðastofn,“ sagði Reinhold enn fremur.


