Fréttir

Allt á floti hérna, veit ekki hvar áin er

Allt á floti við Staðarhólsá í Dölum /Myndir Hugrún Reynisdóttir

Það hefur heldur betur rignt á vesturhluta landsins og allar ár orðnar að stórfljótum síðustu klukkutíma og flestar þeirra kakólitaðar. Erfitt er að koma niður fæti hvað þá finna fiskinn í þessum vatnsflaumi og það á að rigna áfram næstu klukktímana.

„Ég veit ekki hvar áin er þessa stundina það hefur rignt, hún er út um allt hérna og verður langan tíma að jafna sig. Þetta eru bara hamfarir um mitt sumar og hef aldrei séð á ána svona á þessum árstíma,“ sagði veiðimaður, sem átti veiðileyfi í tveimur laxveiðiám þar sem hann fann ekki staðina til að renna fyrir fisk.

„Já áin er vatnsmikil enda rignt mikið hérna,“ sagði Hugrún Reynisdóttir á Kjarlaksvöllum í Dölum um stöðuna.

Það hefði kannski verið betra fyrir suma að spá ekki þurrkasumri því það hefur aldrei rignt eins og núna síðustu daga, dag eftir dag.