Höfundur: María Björg Gunnarsdóttir

Myndasafn

Rauðhöfðaendur

Rauðhöfðaönd er meðalstór önd, nokkru minni en stokkönd, með hnöttótt höfuð, stuttan háls, lítinn gogg, fleyglaga stél og langa, mjóa vængi. Steggurinn er með rauðbrúnt höfuð og rjómagula blesu frá goggrótum aftur á kollinn og grængljáandi rák aftan augna. Hann er rauðbleikur á bringu,

Myndasafn

Skógarþröstur

Hinn söngfagri fugl, skógarþröstur, er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og jafnframt algengur í görðum í þéttbýli. Hann er meðalstór spörfugl, dökkmóbrúnn að ofan, hvítur eða ljósgulur að neðan. Bringa hans er alsett þéttum, dökkum langrákum, kviðurinn er minna rákóttur. Ljós, breið brúnarák

Myndasafn

Steindepill

Steindepill, þessi kviki spörfugl er algengur í grýttu og lítt grónu landi, er ívið stærri og þreknari en þúfutittlingur. Karlfugl í sumarbúningi er blágrár á kolli, afturhálsi og baki, vængir svartir. Svört gríma er um augu og brúnarák hvít. Hann er ljósbrúnn

Myndasafn

Himbrimi

Himbrimi er stór, sterklegur og rennilegur vatnafugl, einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Á sumrin er hann með gljásvart höfuð og háls, á hálsi er ljós kragi með svörtum langrákum og sama litamynstur á bringuhliðum. Hann er svartur að ofan, alsettur