FréttirVeiðidagur

Opinn veiðidagur og margt um manninn í Alviðru

Unnur Guðný veiðileiðsögukona og ungur veiðimaður í Soginu

Þó nokkur fjöldi fólks var saman kominn á opin veiðidag í Alviðru í Soginu í gær á vegum Landverndar, sem er eigandi jarðarinnar og Stara ehf, sem er leigutaki Alviðru. Fyrst var safnast saman fyrir framan gamla bæinn til að fræðast um Sogið, laxinn og náttúruvernd.  Síðan var haldið niður að veiðistöðum þar sem fólki gafst færi á að læra ýmislegt af veiðileiðsögumönnum Stara, prufa veiðibúnað og renna fyrir fisk. 

Sogið er einstakt fljót sem fellur úr Þingvallavatni um 19 km leið þar til það sameinast Hvítá og saman mynda þessi tvö ólíku vatnsföll Ölfusá, vatnsmestu á landsins. Sogið er vatnsmesta lindá landsins. Fljótið hefur löngum verið vin stangveiðimanna vegna náttúrufegurðar og rómaðrar lax- og silungsveiði.

Unnur Guðný veiðileiðsögukona, Ingólfur Ásgeirsson frá Starir ehf, Tryggvi Felixson frá Landvernd og Gissur Karl veiðileiðsögumaður

Ungir sem aldnir nýttu sér tækifærið og mikið var um efnilegt veiðifólk sem var að stíga sín fyrstu skref í fluguveiði.  Að veiði lokinni var svo boðið uppá kakó og kleinur. 

Gestir á opnum veiðidegi í Alviðru um helgina