„Veiði- og heiðursmannafélagið Skógarefil skellti sér í Gljúfurá í Húnaþingi fyrir fáum dögum. Væntingar manna voru hóflegar enda einungis 14 laxar skráðir í veiðibókina það sem af var sumri á föstudeginum og enginn í hollinu á undan. Eitthvað hreyfði þó vætutíðin um helgina við laxinum því þegar upp var staðið á sunnudeginum höfðu menn landað níu löxum og misst fimm. Hápunktur ferðarinnar var þegar aldursforseti félagsins og formaður kakónefndar Einar Valbergsson landaði vel höldnum hæng sem mældist 94 sentimetrar að lengd. Stórskemmtilegur túr.“
Eldra efni
Búðardalsá; betri veiði en á sama tíma í fyrra
„Við erum komnir með 11 laxa og við höfum fengið þá vítt og breitt um ána, það er fiskur víða i henni,” sagði Jóhann Gísli Hermannsson sem hefur verið við veiðar í Búðardalsá á Skarðsströnd síðustu daga. En gott vatn í ánni
Tók í fyrsta kasti hjá Benedikt
Silungsveiði hefur víða gengið ágætlega og fiskurinn sem veiðist er vænn og kemur vel undan vetri. Flott veiði í Hlíðarvatn í Selvogi eins og við sögðum frá um daginn. Hraunfjörðurinn er að detta inn og veiðimenn byrjaðir að fá bleikjuna
Yfir hundrað laxar í Svalbarðaá
„Veiðitúrinn var fínn og töluvert að ganga af fiski í ána og stöngin mín fékk 12 laxa,“ sagði Jón Þorsteinn þegar við spurðum um veiðitúrinn í Svalbarðsá fyrir fáum dögum. „Af þessum löxum voru 9 stórlaxar og voru vel haldnir,“
Gerði góða ferð í Jöklu
„Ég gerði góða ferð í Jöklu, þrátt fyrir mjög slæma veðurspá þá slapp þetta þrátt fyrir kuldann,“ sagði Sveinn Aron Sveinsson um veiðiferðina i Jöklu. „Kuldinn hjálpaði greinilega við að kveikja í þessum stóru, ég náði 75, 85 og 90
Flottur veiðikall á Hauganesi
,,Það hefur verið klikkað að gera upp á síðkastið,“ sagði Elvar Reykjalín þegar við hittum hann á Hauganesi en hann var á fullu í öllum störfum og sló ekki slöku við frekar en fyrri daginn. „Þetta er búið að vera fínt,“ sagði
Fleiri eldislaxar veiðast – 17 punda veiddist í Hvolsá
„Nú um helgina skellti ég mér í veiðiferð á Vestfirði ásamt Gissurkarli og Brynjari. Því miður blasti þar við okkur hörmungarástand,“ segir Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson í samtali. Eldislax og hnúðlax út um allt. Við höfðum heyrt af slysasleppingu hjá