Gísli Kristinsson með flottan sjóbirting úr Tungufljóti

„Við erum að klára í Tungufljóti í hádeginu í dag og þetta hefur gengið vel,“ sagði Gísli Kristinsson í samtali í gærkveldi í Tungufljóti, þar hafa þeir félagar veitt oft áður. En veiðin hefur verið góð þar um slóðir og ennþá verður veitt.

„Við erum komnir með 7 laxa og 13 sjóbirtinga í hollinu, ég er búinn að fá 2 laxa og 3 sjóbirtinga, það er mikið af fiski en á fáum stöðum. Ágætt veður kalt á morgnana, en allt í lagi bara. Síðasta holl veiddi 33 fiska á tveimur dögum en við getum ennþá bætt við okkur, þetta er fínt hérna,“ sagði Gísli ennfremur.

Sjóbirtingsveiðin er ennþá á fullu en það fer að styttast með hana en veiðimenn eru að fá fína veiði og flotta fiska. Fátt er skemmtilegra en að glíma við sterkan sjóbirting.