FluguhnýtingarFréttir

Dreymir um fluguhnýtingakvöld á Akranesi – allir mega mæta

Verður fluguhnýtingakvöld á Akranesi?
Jóhann Ólafur

„Ég er að er að láta mig dreyma um að halda fluguhnýtingakvöld á Akranesi, en til að það verði að veruleika þarf auðvitað að vera áhugi fyrir slíku kvöldi,“ sagði Jóhann Ólafur Björnsson á Akranesi, veiðimaður og fluguhnýtari í samtali við veidar.is og bætti við; „mig langar að halda þetta kvöld í febrúar en er ekki með neina sérstaka dagsetningu í huga ennþá og ef af verður eigum við von á sérstökum gesti.  Ef þið hafið áhuga á að mæta á fluguhnýtingakvöld á Skaganum þá látið mig endilega vita og hafið samband.

Ef nægur áhugi er fyrir hendi mun ég skipuleggja kvöldið og senda ykkur nokkrar dagsetningar og sá dagur sem flestir sjá fyrir sér að komast á verður fyrir valinu. Það er öllum velkomið að taka þátt, byrjendur sem og lengra komnir, ég vonast til að sjá sem flesta,“ sagði Jóhann Ólafur veiðimaður að lokum.