🎣 Hvernig væri að skella sér á kastnámskeið í maí? Ekki bara hvaða námskeið sem er, heldur sérnámskeið sem spannar tvo hálfa daga, þar sem þú færð einstakt tækifæri til að læra og æfa kasttæknina á bökkum Ytri Rangá – hvort sem þú notar einhendu eða tvíhendu. Allt undir leiðsögn virta kastkennaran Henrik Mortensen, með gistingu og fæði innifalið! Fullkomið fyrir þá sem vilja bæta kastið sitt, fá þjálfun við raunverulegar aðstæður og njóta samveru með frábærum félagsskap.
Eldra efni
Flott veiði í Hítará II, sex laxar
Marteinn Jónasson og synir hans Haraldur og Óliver voru við veiðar í tvo daga í Hítará II s.l. helgi. Flott vatn og þó nokkuð af fiski en erfitt var að finna bleikjurnar í ánni sökum vatnshæðar. Lönduðu einni flottri sjóbleikju
Skítakalt við veiðina fyrstu dagana
Það hefur verið skítakuldi við veiðiskapinn fyrstu klukkutímana sem veiðin mátti byrja, eða eins og einn veiðimaðurinn sagði; „maður þurfti að berja sig áfram við að nenna þessu skal ég segja þér en ég fékk nokkra fiska fyrir norðan,“ sagði veiðimaður
Veiðiþættirnir sýndir á Hringbraut
Veiðiþættirnir sem Gunnar Bender hefur sett saman eru sýndir á Hringbraut næstu 4 vikurnar. Þættina á sjónavarpsstöðinni má nálgast hér en síðar verða þeir aðgengilegir hér á Veiðar.is. Fylgist með þessum skemmtilegu þáttum Gunnars þar sem víða er komið við
Stefnir í ekkert yfirfall í Jöklu í ágúst!
Það er óhætt að segja að það lítur vel út með stöðuna í Hálslóni eins og sjá má á grafinu hér og frétt hjá RUV ef tekið er tillit til veiða í Jöklu. Venjulega er von á yfirfalli um miðjan
Elliðaárnar opna í fyrramálið
Opnun Elliðaánna 2024 verður fimmtudaginn 20. júní kl. 7:00 við veiðihúsið. Þetta er í 85. skipti sem árnar eru opnaðar og er heiðurinn af opnuninni í höndum Reykvíkings ársins 2024 en hann verður kynntur við veiðihúsið. Fulltrúi borgarstjórnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, mun
Frábær veiði í Vatnamótum og Fossálum
Hollið sem kláraði í dag landaði 25 sjóbirtingum, þar af 3 yfir 80 cm og marga á milli 70 og 80 cm. Allgerlega geggjuð veiði hjá þeim félögum. Einn úr hópnum fékk að skreppa í Fossála og fékk strax tvo á púpuna