„Við fengum nokkra laxa hollið en það voru að koma sterkar göngur á kvöld flóðinu í gærkvöldi,“ sagði Skúlisigurz Kristjánsson en hann var að hætta veiðum í Laxá í Leirársveit um hádegi í dag, en laxinn er að ganga í ána þó vatnið sé lítið ennþá.
„Það voru ekki miklar rigningar hérna, aðeins dropar á svæðinu í gær en það voru sterkar göngur að koma á flóðinu. Líklega 70 til 100 laxar að ganga svo þetta verður gott á næstunni. Laxveiðin hefur verið róleg en stórir og sterkir sjóbirtingar verið að veiðast, flottir fiskar, 55 til 66 sentimetra fiskar. Það þarf rigningu,“ sagði Skulisigurz enn fremur
Það er spáð rigningu á miðvikudag svo eitthvað gæti farið að gerast meira í veiðiánum, ekki veitir af stórrigningu í nokkra daga.