FréttirRisalaxVeiðitölur

Ytri-Rangá skilar þeim stóru ennþá

Seinni partinn í gær landaði Sverrir Einarsson þessum glæsilega laxi í Stallmýrarfljóti. Fiskurinn mældist 101 cm og er það fjórði laxinn í Ytri-Rangá á þessu tímabili sem fer yfir 100 cm!

Það er óhætt að segja að Ytri- Rangá sé að eiga magnað stórlaxaár.

Ytri-Ranga hefur gefið 5300 laxa og Eystri-Rangá 2900 laxa og ennþá er veitt á fullu á þessum svæðum einnig í Holsá þar sem veiðimenn voru að fá nokkra fiska.