BækurFréttir

Veiðivinir, barnabók um veiðar, útivist og vináttu

Barnabókin Veiðivinir, eftir Gunnar Bendar sem Guðna Björnsson myndskreytir, er nú komin í sölu hjá flestum bókaverslunum Pennans & Eymundsson. Höfundar eru í óðaönn að kynna bókina fyrir væntanlegt jólabókaflóð sem skellur á landsmönnum fáeinum vikum fyrir jólin en veiðivinir ætti að vera kærkomin jólagjöf fyrir krakka á öllum aldri. 

Grípum niður í textann þar sem krummi hefur komist í veiðidót vinanna; „Dagurinn hófst með hávaða og látum. Þeir vöknuðu við hrafninn sem flogið hafði inn í tjaldið þeirra og fór hvergi. Staðan var alls ekki glæsileg en með herkjum tókst að fæla hann út en þá tók nú ekki betra við. Krummi hafði komist í veiðidótið og klárað að éta næstum alla ánamaðkana úr fötunni, svo þeir voru orðnir maðkalausir! En það þýddi ekkert að hengja haus. Flugurnar sem þeir hnýttu í vetur myndu nú koma að góðum notum. Hrafninn sem borðaði alla ánamaðkana flaug lágt yfir tjaldinu og skimaði eftir meira góðgæti.“

Bókin fæst einnig í mörgum veiðibúðum um land allt.