Tíu ára samningur í Vatnsdalsá, erfitt að gera langtímasamning
Í norðan garranum í Vatnsdalnum í gærkvöldi var samkvæmt frétt Sporðakasts gerður nýr samningur milli Veiðifélags Vatnsdalsár og GogP ehf á aðalfundi félagsins. Þetta eru sannarlega tímamót því samningurinn er til 10 ára og leigan fyrir laxahlutann hækkar ekkert á milli ára á tímabilinu.