Lúsétinn inn að beini
Þessi eldislax var skotinn í köfun í Ísafjarðará í gær. Einsog sjá má á myndunum eru sárin eftir lúsina hræðileg. Hún hefur étið hreistur og hold laxins þannig að sést í höfuðbein fisksins. Svona fer vistin í sjókvíunum með eldisdýrin.
