FréttirVeiðisagaVeiðitölur

Bíllinn fékk einn með framhjólinu

„Vorum að fara af svæði níu í Eystri-Rangá í gær og við gömlu sleppi tjörnina var umflotinn vatni,“ segir Þorsteinn Einarsson í samtali og bætir við; „þar sem við ökum eftir veginum segir dóttirin það er lax á veginum í vatninu, og í sömu mund keyri ég yfir laxinn með framhjólinu og sprengi út innyflin í honum og drapst hann þarna spriklandi í höndunum á okkur. 
Þetta reyndist einn af fjórum sem við náðum í dag, en sá eini sem fékkst á bílinn,“ segir Þorsteinn í lokin. 

Eystri-Ranga hefur gefið 2610 laxa.