Einar Hallur Sigurgeirsson með flotta bleikju /Mynd: María

„Auðvitað er staðan ekki góð færri og færri bleikjur koma á land með hverju árinu, þetta er sko ekkert að lagast,“ sagði veiðimaður sem mikið hefur verið í veiði fyrir norðan og sér hvert árið í hvað stefnir í bleikjunni.

„Fyrsta árið, fyrir sex árum, fengum um 70 bleikjur fyrir norðan en í sumar náðust fáar bleikjur. Bleikjan er að hverfa á stórum hluta landsins og einn og einn sjóbirtingur að veiðast í staðinn,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

En fátt er skemmtilegra en að renna fyrir sjóbleikjuna með nettum græjum og fá hana til að taka ýmsar flugur, sá dagur gefur mikið en þeim fækkar og fækkar með hverju árinu.

Kannski þarf friðun eða að megninu af henni verði sleppt aftur í árnar. Sá tími er kannski bara runninn upp.