Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson hjá Go Fishing Iceland

„Hólaá og Laugarvatn byrjar vel á þessu tímabili, sennilega af því við erum búin að fá hlýtt vor það sem af er og allt frost farið úr jörðu,“ segir Mikael Árni Bergmann Þorsteinnson og bætir við;  „nóg af urriða og mikið af 1-3 punda fiski og það fer að styttast í bleikjuna ef heldur áfram að hlýna þrátt fyrir kuldakast seinustu daga,“ segir Mikael enn fremur.

Laugavatn hefur líka verið að gefa fiska eina og Apavatn, veiðimenn sem fóru í Laugavatn um daginn fengu fimm fiska, allt bleikjur.