FréttirUrriði

Flott veður og margt um manninn

Fjölmenni var á Þingvöllum í veðurblíðunni í dag. /Mynd: Júlíus Guðmundsson

Það voru margir sem lögðu leið sína á Þingvelli í dag ekki bara til að skoða landslagið og fegurðina, heldur urriðana og sjá Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ræða kynlíf urriða í Öxará. Já það var fjölmenni á svæðinu og líka urriðar.

„Já það var fullt af liði enda var veðrið geggjað,“ sagði Júlíus Guðmundsson, sem var einn fjölmarga sem fengu sér bíl til að sjá dýrðina og djöfulganginn í Öxaránni.

„Það voru urriðar þarna en þeir hafa oft verið fleiri en þetta var skemmtilegt,“ sagði Júlíus ennfremur.

Enn einu sinni býður Jóhannes upp á sýninguna á Þingvöllum og hann þreytist ekki að tala um kynlíf urriða, öllum til ánægðju á fallegum haustdögum eins og var í dag.