Grímur Eli Kjartansson með stórlaxinn sinn úr Eystri-Rangá 18 punda fisk
FréttirLaxveiði

Fyrst kom stórlaxinn sem var óveiðandi


„Það er allt í kakó núna svo það var bara þessi á land og strákurinn er alveg í skýjunum,” sagði Kjartan Ásmundsson skömmu eftir að sonur hans Grímur Eli veiddi 18 punda lax í Eystri-Rangá í dag. Áin er komin í 2222 laxa og er í öðru sæti en Ytri-Rangá hefur gefið best 4200 laxa.

„Við vorum á svæði 8 í Heljarstíg og mældist laxinn 93 sentimetrar og 18 pund, fiskurinn veiddist ofarlega á áttunni og fiskurinn tók fyrir neðan tjörnina þarna.  Jónas guide og félagi hans hjálpuðu okkur að háfa fiskinn,” sagði Kjartan enn fremur.

En sonurinn er búinn að veiða stærri lax en faðir hans sem á tvo laxa 87 sentimetra og 88 sentimetra, mamma hans veiddi 94 sentimetra svo hún hefur ennþá vinninginn. En hvað verður það lengi?