Krossá hvíld í einn og hálfan dag
Krossá í Birtufirði er lítil bergvatnsá og er veitt á tvær stangir í henni og er veiðisvæðið 8 km með 24 merktum veiðistöðum. Í rannsókn sem Hafrannsóknastofnun gerði árið 1988 kemur fram að meðalveiði áranna 1974 til 1988 var 113 laxar en mest hefur veiðst í henni 180 laxar. Sala á veiðileyfum er hafin í Krossá í Bitrufirði fyrir sumarið 2026. Veitt er á tvær stangir í tvo daga og er áin hvíld í einn og hálfan dag á milli holla. Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum laxi sleppt.
Uppl. í síma 898 4047 eða palli@lax.is