Júlía Ósk Júlíusdóttir með maríulaxinn
FréttirMaríulax

Maríulaxinn kom á í Fljótaá

„Við fórum að veiða í Fljótaá á svæði 1, en pabbi átti leyfi þar og þar veiddi ég maríulaxinn minn,“ sagði Júlía Ósk Júlíusdóttir og bætti við; „fljótlega sáum við laxa stökkva og eftir að hafa prófað nokkrar flugur náði ég að setja í maríulaxinn minn á Sunray með því að strippa fyrir hann. Laxinn var öflugur og stökk en náðist svo eftir stutta baráttu. Ég beit ekki veiðiuggann af þar sem við slepptum honum aftur í ánna. Þetta var hængur og mældist hann um 60 cm. Það veiddust einnig 7 bleikjur og urðum við vör við fleiri laxa. Þetta var góður dagur,“ sagði Júlía Ósk, ánægð með maríulaxinn.

Hann er kominn á í Fljótaá. En áin hefur gefið 83 laxa.

Fljótaá í Fljótum hefur gefið 83 laxa, 1260 bleikjur, 28 sjóbirtinga og 13 urriða þetta sumarið.