Sá stærsti í Svartá í Húnavatnssýslu
Berglind Ólafsdóttir landaði risafiski í Svartá í Húnavatnssýslu 21. júli sl. en lítið hefur frést af afrekinu fyrir en núna. Fiskurinn var 111 cm og sagðist Berglind hafa verið 90 mínútur með fiskinn á, í samtali við Sporðaköst. Hún var vel þreytt eftir slaginn við fiskinn stóra.
Hjónin Berglind og Örn Kjartansson voru þarna að veiða með fjölskyldunni en fiskinn tók hún í Krókseyrarhyl og tók fluguna Von. 90 mínúta barátta var mjög fjörug við fiskinn stóra en veiðimaðurinn hafi betur af lokum.
Svartá hefur gefið 60 laxa í sumar og mest er af fiski neðarlega í ánni frá veiðihúsinu.