„Við vorum þrír frændur með eiginkonum í veiði í Móru í Mórudal fyrir skömmu,“ sagði Bjarni Bent í samtali við Veiðar.

„Fengum frábært veður og skemmtum okkur konunglega. Það komu tveir 60 cm laxar á land annan morguninn, sem voru báðir veiddir af mér. Áin var smekkfull af laxi en okkur tókst ekki að fá fleirri til að bíta á agnið. Flugurnar sem þeir tóku voru Krafla Orange og Nagli. Í sumar hafa veiðst eitthvað um 50 laxar í Móru,“ sagði Bjarni enn fremur. 

Hér eru myndir af seinni laxinum hjá mér og einnig mynd úr einum hylnum sem var vægast sagt fullur af laxi.