Ungmennastarfið heldur áfram á sunnudaginn kemur þegar seinni fluguhnýtingarhittingurinn fer fram. Við bjóðum öll áhugasöm ungmenni velkomin, óháð því hvort þau séu í félaginu eða ekki, svo endilega látið orðið berast og takið með ykkur góðan vin/vinkonu eða uppáhalds frænkuna eða frændann.
Eins og sést hérna á planinu fyrir neðan er ýmislegt fyrir unga veiðimenn í sumar.
Enda fátt betra en að koma sér út munda veiðistöngina og renna fyrir fisk, Korpa. Elliðaárnar og Leirvogsá. Frábært framtak hjá félaginu.
Viðburðadagatal ungmennastarfs SVFR:
- 30. mars – Fluguhnýtingar í Rimaskóla 13:00-15:00
- 13. apríl – Veiðiferð í Korpu
- 27. apríl – Veiðiferð í Korpu
- 11. maí – Veiðiferð í Leirvogsá
- 25. maí – Veiðiferð í Leirvogsá
- 6. júlí – Fyrri barnadagur í Elliðaám
- 10. ágúst – Seinni barnadagur í Elliðaám