EldislaxarFréttir

Varnargarðurinn stöðvaði eldislaxinn

Fyrsti eldislaxinn veiddist í Miðfjarðará í kvöld beint fyrir neðan varnargarðinn sem Veiðifélag Miðfirðinga reisti fyrir nokkrum dögum. Í gær var sett í 4 laxa sem allir sluppu á sama stað og erum við að vonast til að fá kafara á næstu dögum til að meta umfangið. Þetta sýnir okkur að eldispokar rifna alltaf af og til og senda úrkynjaða Norska eldislaxa í okkar óspilltu laxveiðiperlur. Þetta sýnir það að sú ákvörðun okkar í Miðfirði að loka ánni var hárrétt. Það er ótrúlegt að hlusta á bullið í skósveinum Norsku laxeldiselítunar, spilltum stjórnmálamönnum og afvegaleiddum embættismönnum um að hér sé allt í blóma.

Rafn Valur Alfreðsson leigutaki árinnar