EldislaxarFréttir

Veiðifélag Hrútafjarðará og Silkár vill bætur vegna slysasleppinga

Veiðifé­lag Hrúta­fjarðarár og Síkár hef­ur farið fram á að ís­lenska ríkið viður­kenni skaðabóta­skyldu vegna slysaslepp­inga úr sjókvía­eldi. Þetta má lesa í fund­ar­gerð Fiski­sjúk­dóm­a­nefnd­ar vegna fund­ar nefnd­ar­inn­ar 14. októ­ber síðastliðinn.

Tölu­vert af stroku­löx­um fund­ust í Hrúta­fjarðará og vatns­svæði þess á síðasta ári eft­ir að eld­islax­ar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Pat­reks­firði í ág­úst í fyrra. „Tekið var fyr­ir er­indi mat­vælaráðuneyt­is­ins dags. 4. októ­ber 2024, vegna bréfs frá embætti rík­is­lög­manns, dags. 2. júlí 2024, þar sem óskað var eft­ir um­sögn ráðuneyt­is­ins um bréf frá Jóni Þór Ólasyni, lög­manni f.h. Veiðifé­lags Hrúta­fjarðarár og Síkár, dags. 29. apríl 2024, þar sem gerð er krafa um viður­kenn­ingu skaðabóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins. Óskað er eft­ir um­sögn Fisk­sjúk­dóm­a­nefnd­ar um málið,“ seg­ir í fund­ar­gerðinni.

Þá seg­ir að einnig hafi verið óskað eft­ir því að Fiski­sjúk­dóm­a­nefnd sendi ráðuneyt­inu gögn sem nefnd­in kann að hafa um málið.

„Af hálfu nefnd­ar­inn­ar var farið yfir málið og fram kom að nefnd­in hafi aldrei fengið gögn um fisk­sjúk­dóma vegna slysaslepp­inga og væri þar af leiðandi ekki kunn­ugt um slíkt,“ seg­ir í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar.