„Það var skemmtilegur dagur hjá okkur Guðna í Leirvogsá,“ sagði María Hrönn Magnúsdóttir og bætti við; „mjög skemmtileg á en fiskarnir smá dyntóttir. Það var frekar blautt á okkur um morguninn og áin vatnsmikil. Við byrjuðum í Móhyl og sáum ekkert líf þar. Við ákvæðum að fara í Kvörnina sem var mjög vatnsmikil og erfið. Fljótlega setti ég í góðan Lax á litla Sunray túbu. Með allskyns tilþrifum og áhættu, þá sérstaklega hjá háfaranum, náðum við að landa honum í öllum þessum vatnsflaum og straum. Það var mikil hamingja þegar hann náðist í háfinn. Hann reyndist 73 cm og fékk því að synda aftur út í hylinn. Guðni setti svo í lax í Húsbreiðu og var laxinn mjög ákveðinn með það að fara ekki í háfinn. Var það stressandi og krefjandi viðureign sem endaði niðri í næsta hyl. Þar var hann sporðtekinn og skellt í háfinn. Við færðum okkur svo í Skúlaskeið og þar setti ég í annan vænan lax sem því miður hafði betur eftir góða baráttu. Fórum svo aftur í Húsbreiðuna og Guðni fer yfir hylinn. En ég hafði verið nýsest á malarhrygg neðst við hylinn þegar fyrri fiskurinn hjá honum tók. Ég hugsaði því jáhá ég ætti kannski að prófa að setjast aftur á malarhrygginn og já… hann var aftur á hjá Guðna. Gaman af svona tilviljunum en sá fór hratt og örugglega í háfinn. Það var nóg af lífi í ánni og var gaman að því að þegar Guðni var með seinni fiskinn á þá var annar lax að stökkva við hliðina á þeim sem var á hjá honum. Við sáum þá töluvert vera að stökkva í þeim hyljum sem við fórum í. Geggjaður dagur með góðar minningar,“ sagði Maria Hrönn að lokum.
Eldra efni
Bókin „Ástin á Laxá“ að koma út í vikunni
Útgáfu bókarinnar Ástin á Laxá – Hermóður í Árnesi og átökin miklu verður fagnað í vikunni hjá Sölku. Hér segi ég söguna af því þegar við Þingeyingar tókum til okkar ráða til verndar náttúrunni og sprengdum stíflu í Laxá með dýnamíti í
Nýtt veiðihús að rísa við Andakílsá
Þegar okkur bar að garði í Andakílsá í fyrradag var smíði göngupalls utan á nýtt veiðihús að klárast. Einungis á eftir að tengja saman húspall, með tröppu við svæði fyrir heita pottinn. Parkettlögn á gólf er hafin og stór hluti
Þetta er bara flott byrjun
„Þetta var meiriháttar dagur en það veiddust yfir 140 fiskar í dag og þetta er ein besta opnun í langan tíma“ sagði Bjarni Júlíusson hættur að veiða í fyrradag, er við ræddum við hann í gærkveldi rétt um níu leytið. En
Ytri-Rangá á veiðitoppnum – veiðifréttir víða að
Laxveiðin gengur ágætlega þessa dagana og Ytri Rangá er á veiðitoppnum með 1674 laxa, síðan kemur Þverá í Borgarfirði svo með 1496 laxa, svo Miðfjarðará með 1290 laxa, svo Norðurá með 1175 laxa. Kíkjum aðeins á stöðuna á veiðisvæðunum sem
Efnileg ung veiðikona í Haukadalsvatni
Sjö ára veiðikonan hún Karla Kristín Madsdóttir Petersen var í fjölskylduveiðiferð í Haukadalsvatni sl. fimmtudag og landaði þar fyrsta flugufisknum sínum. Karla Kristín veit fátt skemmtilegra en að veiða og vera úti í náttúrunni. Haukadalsvatn vill oft verða fyrir valinu
Flottur fiskur úr Úlfljótsvatni
„Við erum búin að fara víða og veiða, ég og konan, vorum í Hestvatni í gærdag og veiddum sæmilega,“ sagði Atli Valur Arason í samtali en veiðislóðirnar eru fyrir austan fjall. „Við fórum í Úlfljótsvatn og fengum fínan urriða sem við slepptum. „Í