„Það var skemmtilegur dagur hjá okkur Guðna í Leirvogsá,“ sagði María Hrönn Magnúsdóttir og bætti við; „mjög skemmtileg á en fiskarnir smá dyntóttir. Það var frekar blautt á okkur um morguninn og áin vatnsmikil. Við byrjuðum í Móhyl og sáum ekkert líf þar. Við ákvæðum að fara í Kvörnina sem var mjög vatnsmikil og erfið. Fljótlega setti ég í góðan Lax á litla Sunray túbu. Með allskyns tilþrifum og áhættu, þá sérstaklega hjá háfaranum, náðum við að landa honum í öllum þessum vatnsflaum og straum. Það var mikil hamingja þegar hann náðist í háfinn. Hann reyndist 73 cm og fékk því að synda aftur út í hylinn. Guðni setti svo í lax í Húsbreiðu og var laxinn mjög ákveðinn með það að fara ekki í háfinn. Var það stressandi og krefjandi viðureign sem endaði niðri í næsta hyl. Þar var hann sporðtekinn og skellt í háfinn. Við færðum okkur svo í Skúlaskeið og þar setti ég í annan vænan lax sem því miður hafði betur eftir góða baráttu. Fórum svo aftur í Húsbreiðuna og Guðni fer yfir hylinn. En ég hafði verið nýsest á malarhrygg neðst við hylinn þegar fyrri fiskurinn hjá honum tók. Ég hugsaði því jáhá ég ætti kannski að prófa að setjast aftur á malarhrygginn og já… hann var aftur á hjá Guðna. Gaman af svona tilviljunum en sá fór hratt og örugglega í háfinn. Það var nóg af lífi í ánni og var gaman að því að þegar Guðni var með seinni fiskinn á þá var annar lax að stökkva við hliðina á þeim sem var á hjá honum. Við sáum þá töluvert vera að stökkva í þeim hyljum sem við fórum í. Geggjaður dagur með góðar minningar,“ sagði Maria Hrönn að lokum.
Eldra efni
Úr ýmsu að velja í jólamatinn
„Jólamaturinn er klár, rjúpurnar komnar og góð veiði á gæs og silungi í sumar, veiðitímabilið gekk vel,“ sagði Gunnar Ólafur Kristleifsson, þegar við heyrðum í honum í vikunni og hann bætti við; „en það væri samt ágætt að ná í
Gæsaveiðin byrjar vel
Gæsaveiðin er hafin þetta árið, margir hafa farið til veiða og fengið ágæta veiði. Sölubann er á grágæs núna en skjóta má hana þegar menn fara til veiða. Við heyrum í Silla kokk sem var á gæs en auk þess
Veiðigleði í Urriðafossi, 722 laxar á land
„Verslunarmannahelgin hefur staðið fyrir sínu að þessu sinni þar sem veðurblíðan lék við þessa veiðimenn sem fóru í Urriðarfoss í gær,“ sagði Anton Guðmundsson og bætti við: „Þessir kappar nutu hverrar mínútu og fengu að upplifa mikla veiði gleði í ánni. Laxinn
Boltableikja úr Úlfljótsvatni
Silungsveiðin gengur víða feiknavel og veiðimenn að fá flotta fiska. Veiðimenn á öllum aldri fjölmenntu til veiða í Hlíðarvatni í Selvogi á sunnudaginn og veiddu vel, flottir fiskar og sumir veiddu vel og mikið. Í Úlfljótsvatni hafa verið að veiðast
Laxi landað í Langá eftir langa baráttu
Mikil þurrkatíð hefur einkennt laxveiðina á suðvestuhorninu síðustu daga og vikur og veiðin því ekki verið upp á marga fiska. Ævintýrin gerast þrátt fyrir það en Hrafnhildur Sigþórsdóttir var að veiða neðsta svæðið í Langá í gær þegar hún setur
Enn einn lax í Gljúfurá
„Við fjölskyldan förum árlega í Gljúfurá í Borgarfirði og höfum gert í nokkur ár. Alltaf jafn æðislegt. Margir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax hér,“ segir Egill Orri Guðmundsson 11 ára en hér er hann með fallega hrygnu úr staðnum Fjallgirðing.