„Ég og sonur minn, Flóki Rafn 9 ára, vorum að kasta flugu við ármót Þjórsár og Þverár fyrir skömmu,“ sagði Friðleifur Egill Guðmundsson og bætti við: „Við vorum búnir að reyna ýmislegt og drengurinn var að æfa sig að kasta og strippa. Ég var farinn að ganga frá þegar strákurinn kallar á mig í miklum æsingi og ég sá að hann var með vænan fisk á. Hann gerði allt rétt hélt uppi stönginni og hélt línunni. Ég hjálpaði honum að spóla inn og svo lönduðum við þessum flotta 65 cm urriða. Mikill sigur hjá mínum manni sem er með mikla veiðidellu.
Fjölskyldan á land við ánna og nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga þá mun ný Hvammsvirkjun eyðileggja þetta flotta svæði sem er hrygningarsvæði villtra laxa en talið er að allt að 10% íslenska stofnsins eigi þar búsvæði og einnig er mikið af sjóbirtingi og urriða,“ sagði Friðleifur í lokin.