FréttirVeðurfar

Við Norðurá; lognið á undan storminum

Allt með kyrrum kjörum við Norðurá í Borgarfirði í vikunni /Mynd: G.Bender

Það var allt með kyrrum við Norðurá í Borgarfirði þegar þessi mynd var tekin í vikunni en allt breyttist á stuttum tíma þegar fór að rigna og rigna, endalaust. Hamfaraflóðin verða algengari með hverju árinu og verða mörg á hverju ári. Flóðin hreinsa árnar og enginn veit hvaða afleiðingar það hefur því litlar sem engar rannsóknir eru gerðar eftir þau.

„Auðvitað hefur þetta mikið áhrif, seiði og klak koma sér í skjól, en enginn veit neitt,“ sagði veiðimaður sem mikið hefur pælt í þessu en svör og rannsóknir eru engar.

„Þetta hreinsar heilu árnar, við vorum með litla laxveiðiá í nokkur ár og þetta hafði svo sannarlega áhrif, áin var  óþekkjanlegt  eftir svona stór flóð, hvað þá í stóru veiðiánum,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Flóðin fyrir nokkrum dögum höfðu sitt að segja og veðrið breitist mikið á nokkrum klukkustundum. Það sannaði sig í vikunni við Norðurá og viða um land. 

Gullfoss, foss í Staðarhólsá í Dölum. Myndin tekin í vikunni. /Mynd: Hugrún