FréttirHreindýrSkotveiði

Hreindýraveiðileyfin hækka um 20% á milli ára

Nú fer að líða að því að umhverfisstofnun auglýsi umsóknir um leyfi til að fara á hreindýraveiðar og hefur Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra látið breyta gjaldskránni fyrir næsta veiðitímabil. Gjald fyrir tarfinn verður 231.600 krónur en fyrir kú 132 þúsund krónur. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 134 hreindýrum færra en á síðasta ári sem má fyrst og fremst rekja til áframhaldandi fækkunar í stofninum. Ekki er vitað af hverju fækkunin stafar en meðal annars hefur verið nefnt mögulegt aukið veiðiálag fyrri ára vegna ofmats á stofnstærð.

Þetta er veruleg verðhækkun frá fyrra ári og þótti það verð þá vera orðið býsna hátt að teknu tilliti til markmiða með veiðifyrirkomulaginu. Fyrirkomulagið hefur verið miðað við að allir eigi að hafa möguleika á að ganga til veiða, burtséð frá efnahag, en dregið er úr umsóknum. Þetta hefur verið að breytast því ekki aðeins er það leyfið sem útheimtir kostnað fyrir veiðimanninn, gróft á litið má segja að það sé einn þriðji kostnaðar við veiðiferð austur.