„Það er frábært að byrja sumarið hérna, ég ætla að veiða þó nokkuð í sumar,“ sagði Árni Elvar H. Guðjohnsen þegar við hittum hann við árbakkann nýbúinn að hlusta á þá Caddis bræður Óla Urriða. Þeir voru með stórfróðlegt erindi um vatnið, mikill fróðleikur.
„Skemmtilegt erindi og svo ætla ég að fara að reyna hvort fiskurinn tekur hjá mér,“ sagði Árni Elvar og við kvöddum hann. Innar við vatnið voru þeir Stefán og Valgeir duglegir að kasta fyrir fiskinn. „Við komum snemma en erum ekkert búnir að fá en reynum áfram,“ sögðu þeir félagar galvaskir.
En það voru komnir fiskar á land, Geir Thorsteinsson sá mikli veiðimaður, var búinn að fá tvo urriða og í Helluvatni var verið að landa hörku bleikju.

Allt var svo eðlilegt við Elliðavatn, hátíðin var flott, veiðimenn á öllum aldri mættu og fiskurinn var að komast í tökustuð.