„Það eru komnir 37 sjóbirtingar og 2 laxar í bók en ég er ennþá að grafa upp fyrstu fiskana frá fyrstu dögunum,“ segir Kolbrún Magnúsdóttir og bætir við: „Það hafa verið að koma sirka þrír á dag í land nema hjá einum og einum, sem eru að ná meira en það. Það er nóg af fiski þarna fyrir utan það er bara spurning hvort þú sért að ná honum á veiðistað 4, sem heitir Ferjuholt og þar meðfram eða á veiðistað 2, sem heitir Skipholt, Það er auðvitað fiskur a öllum veiðistöðunum þarna en það hefur verið soldið bingó í Ferjuholti og Skipholti. Það er gott að vera með tvíhendu með sér.
Hreinn Jónsson og Bryndís sveinsdóttir gerðu góða veiði í gær og fengu 10 væna sjóbirtinga og einn lax en það er að aukast veiðin á hverjum degi. Laugardælir má veið á 2 stengur í senn og hver stöng má taka með sér einn.

