Hreindýrastofninn á Íslandi telur um 7 – 8000 dýr samkvæmt nýlegri talningu. Hér á landi er auðvelt að fylgjast með stofninum þar sem lítið er um tré og skóga svo auðvelt er að telja dýrin af myndum sem teknar eru úr lofti. Í ár er úthlutað um 1000 dýrum til veiða og eins og fyrri ár er dregið úr potti þeirra 3000 umsókna veiðimanna sem berast veiðistofnun. Það er því sannkölluð lottó stemming yfir því hverjir fá að veiða hreindýr og hverjir ekki.