„Veiðin hefur gengið vel hjá okkur, höfum fengið 18 flottar bleikjur og tvær flundrur, bleikjan er að hellast inn á hverju flóði,“ sagði Árni Jón Erlendsson eftir að hann var við veiðar í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum og bætti; „sáum lax, en ekki mikið komið af honum ennþá. Þetta er skemmtilegt vatnasvæði en ég hef ekki veitt hérna áður,“ sagði Árni ennfremur.
Laxar voru að stökkva niður í Lóninu á flóðinu í kvöld svo hann er að mæta. Næstu holl verða lífleg.