Leirvogsá klikkar ekki
„Það var kaldur en góður dagur í Leirvogsánni laugardaginn síðasta, þegar ég og sonurinn fórum að veiða í ánni,“ sagði Sigríður Símonardóttir og bætti við; „á fyrri vaktinni fórum við beint upp í Tröllafoss þar sem fimm komu á land. Hilmar fékk þrjá og ég tvo.
Komum svo við í Efri skrauta, Hilmar fèkk þar einn flottan sjóbirting. Á seinni vakt fórum við í Hornhyl, þar gekk veiðin vel og komu þrír á land hjá Hilmari en misstum nokkra. Í heildina var dagurinn flottur, gott veður og enn betri veiði. Í heildina komu níu fiskar á land og við misstum fimm, flottur dagur,“ sagði Sigríður enn fremur.
Leirvogsá er að komast í sama alfa og fyrir ári en núna hafa veiðst í ánni 260 laxar.
