Veisla í Minnivallarlæk
„Hann hefur ekki verið mikið stundaður Minnivallalækurinn núna í september en almennt hefur sumarið verið gott miðað við ástundun,“ sagði Þröstur Elliðason um Minnivallarlækinn.
„Í gær fór Ómar Smári leiðsögumaður með tvo erlenda veiðimenn í lækinn og þeir gerðu það gott, lönduðu 5 fiskum. Þeir stærstu 66 cm og nokkrir vænir sem menn misstu líka. Mynd frá þeim fylgja hér með og leyft er að veiða út mánuðinn,“ sagði Þröstur enn fremur.