Rjúpur – Lagapus mutus
Rjúpa eða fjallrjúpa er eini hænsnfuglinn sem lifir villtur á Íslandi. Hún er hnellin og vængirnir stuttir og breiðir. Hún fellir bolfjaðrir þrisvar á ári en flugfjaðrir aðeins einu sinni. Varpbúningur rjúpu er að mestu brúnn, karlfuglinn er grádílóttur en kvenfuglinn guldílótt.