Bláber og spenna að sjá laxa í ánni
„Við vorum að koma úr Hafralónsá í Þistilfirði og það voru ekki margir fiskar í ánni. Lítil vatnsstaða, sól og ekki andvari, sem gerði veiðina erfiða, en umbunin var ógleymanleg,“ segir Nils Folmer Jorgensen, sem er búinn að veiða víða í sumar.
„Löng gönguferð á ósnortna veiðistaði, knúin áfram af endalausum bláberjunum í kring, og spenna þess að sjá fisk, hækka hann og ná honum mitt í óbyggðinni – hrein töfrum líkust,“ Hvernig hefur gengið í sumar? „Ég hef átt mjög gott sumar eftir frábæra veiðiferð til Kúbu í júní. Ég hef verið í Aðaldal, Jöklu og Hafralónsá og fengið afar góða laxveiði, sem toppaðist með risafiski úr Aðaldal, 103 cm. Austurlandið hefur verið hlýtt, logn og fullt af fiski. Ég sleppti Noregsferð í júlí til að fá meiri tíma á Íslandi og það borgaði sig vel. Framundan eru Lakselva í Noregi, Aðaldalur, Hrúta, Víðidalsá og Stóra Laxá. Þó verð ég að viðurkenna að á þessum tímapunkti eru fiskarnir orðnir svo „litsterkir/dark colored“ að það er dálítið á mörkunum hvað mér finnst skemmtilegt. Vona að veiðin taki við sér á Norðvesturlandi eftir afar hægt sumar, en held að það verði að bíða til næsta árs til að vera raunsær,“ sagði Nils enn fremur.