Fréttir

Boðið í Stóru-Laxá, þótt liðið hafi ekki komist áfram

„Æi, þetta gekk ekki alveg eftir, smá taktískt vesen,“ sagði Finnur Harðarson leigutaki Stóru-Laxár og heldur sig við að bjóða Íslenska landsliðinu í ána í sumar, þrátt fyrir að þeir hafi ekki komist í átta liða úrslitin.

„Já landsliðinu verður samt boðið til að veiða í Stóru-Laxá í sumar þó dagsetningar verði aðrar eða 26. – 27. júlí í sumar.

Staðarhaldari og yfirgæd er Hrafn H. Hauksson, aðstoðargædar þeir Atli Már Finnsson, Sigurður Sveinsson, Valdimar Grímsson, Einar Þorvarðarson og Pálmi Gunnarsson, ásamt fleiri góðum. Yfirkokkur er Hildur Elva Finnsdóttir. Býst svo við að vinur okkar Pálmi Gunnarsson taki lagið og Esther Guðjónsdóttir, formaður veiðifélagsins okkar, haldi ræðu,“ sagði Finnur enn fremur.