Bolta birtingur og mikið af laxi
Fórum þrír saman í Leirvogsá í vikunni og vorum með báðar stangir allan daginn,“ sagði Guðbjartur Geiri Grétarsson, sem var á veiðislóðum í vikunni og veiðin gekk vel.
„Við sáum laxa á öllum stöðum sem við skoðuðum. Mikið af laxi í efri hluta árinnar, settum í um fimmtán fiska, lönduðum sex löxum og tveimur birtingum. Það var nóg af vatni í ánni og fiskur á milli merktra staða. Hrikalega skemmtileg veiðiá, rétt við höfuðborgina,“ sagði Guðbjartur enn fremur.
Leirvogsá er að komast í sama laxafjölda og í fyrra en núna hafa veiðst 250 laxar en í fyrra veiddust 279 laxar. Þrátt fyrir að allur laxinn í ánni sé drepin heldur Leirvogsá sínu ár eftir ár.