Einn að veiða með flugustöngina sína
Veiðitíminn er að styttast í annan endann, en veiðimenn eru ennþá að og fiska. Ungir veiðimennn renna fyrir fisk eins lengi og þeir geta og Alexander á Akureyri er þar enginn undantekning. Hann kom gangandi með flugustöngina sína, sem hann hefur veitt með nokkuð oft í sumar og fengið marga fiska, bæði í Leirutjörn og víða í nágrenni Akureyrar. Alexander er mikill áhugamaður um veiði og þá sérstaklega fluguveiði, hann kastaði flugunni fimlega við tjörnina um síðustu helgina.
„Ég er búinn að fá eina bleikju núna og nokkrar fiska hérna í sumar,“ sagði veiðimaðurinn ungi og hélt áfram að kasta. Tjörnin var spegilslétt og fiskur að vaka, aðstaðan er góð og veiðimaðurinn ungi kastar flugunni. Hann veit hvar fiskurinn heldur sig, en ég held á aðrar slóðir.
Drengurinn er að rétt að byrja veiðiskapinn, er verulega efnilegur og áhugasamur um veiði, það boðar gott.