Geggjaður birtingur úr Eyjafjarðará
Veiðimaðurinn Dale Parsons setti í og landaði þessum geggjaða sjóbirtingi á svæði II á dögunum. Birtingurinn var 81 cm að lengd og 43 cm í ummál. Flugan sem hann gein við var Héraeyra. Leiðsögumaður í þessari vel heppnuðu veiðiferð var Benjamín Þorri og að hans sögn var mjög mikið af fiski á víð og dreif um svæði 2, 3 og 4.
Vænir birtingar eru að veiðast víða þessa dagana en minna er um bleikjur, sem er alls ekki gott mál.