Fréttir

Laxinn verður tregari með hverju ári – hvað veldur ?

Stórskrítið veiðisumar er á enda. Jú það kemur annað sumar, það vita allir. En enginn veit hvernig það verður, laxveiðin minnkar með hverju árinu og hættur sem steðja að ánum aukast, eldislaxar sem enginn vill kannast við, hnúðlax annað hvert ár og loftlagasbreytingar sem hafa svo sannarlega sitt að segja. Allt þetta mun spila inn í næstu árin.

En eitt hefur vakið athygli veiðimanna í sumar og það er hvað laxinn er að verða tregari og tregari að taka með hverju árinu. Erfitt er að henda reiður á ástæðuna fyrir því, en margar kenningar eru í gangi.

Við höfum heyrt í fjölda veiðimanna í sumar og flestir segja að laxinn hafi sjaldan verið tregari, auðvitað eru færri laxar í ánum en ekki alls staðar. Veiðimaður var í Elliðaánum fyrir skömmu og þó að það væri fullt af laxi, tvo hundruð laxar í sumum hyljunum, tóku þeir alls ekki. Sama hvaða flugu honum var boðið.  Kannski alltaf mikið fiski, en allt eru þetta vangaveltur auðvitað.

En fleiri og fleiri löxum er sleppt í árnar en kannski væri staðan ennþá verri ef það væri ekki gert, hver veit það? Alla vega virðist „veiða og sleppa“ ekki auka neitt í veiðínni. Auðvitað er það hafið sem stjórnar dæminu.

En  náttúrulegi laxinn á undir högg að sækja hérlendis og viða. Ýmsar hættur steðja að laxinum sem alveg er hægt að koma í veg fyrir þessi endalausu slys ár eftir ár. En það vantar rannsóknir.