FréttirLaxveiði

Rólegt í Hrútafjarðará en einn og einn á land

Karl Kristján Ásgeirsson með annan laxinn úr Hrútafjarðará á þessum sumri

„Við vorum að hætta veiðum í morgun í Hrútafjarðará og ég missti vænan lax í Stokki í morgun,“ sagði Karl Kristján Ásgeirsson sem hefur verið við veiðar í Hrútafjarðará síðustu daga og það veiddist einn lax í hollinu og tíu flottar bleikjur í Dumbafljótinu.

„Það er ekki mikið gengið af laxi í ána ennþá en ég lenti í skemmtilegum laxi og þrjátíu mínútu viðeign á öðum degi veiðanna. Setti í hann lax í Surtarbolla á Sunray og það var gaman 86 sentimetra hrygna, var svakalega þykk 40, sentímetra í ummál. Þurfti vini á næstu stöng til að háfa fiskinn og var frábær viðureign, sem endaði á besta mögulega hátt,“ sagði Karl Kristján enn fremur.

Síðan Hrútafjarðará  opnaði hafa veiðst tveir laxar og einar 17 bleikjur, sem  eru vænar og tóku vel í.  Jónsmessustraumurinn hefur mátt gefa fleiri laxa en raun bar vitni.