FréttirÞættir

Sjöundi þáttur á DV: „Það eru tökurnar sem skipta máli“

Í sjöunda þætti af Veiðinni með Gunnar Bender, sem DV vinnur í samstarfi við Veiðar.is, er slegist í för með Bjarna Brynjólfssyni í Laxá í Kjós þar sem rennt er fyrir sjóbirtingi og laxi í blíðaskaparveðri í september. Bjarni er ötull veiðimaður en Kjósin, sem er að hans mati ein af mest krefjandi ám landsins, er ein af hans uppáhalds. Bjarni hnýtir sínar flugur sjálfur og segir að það auki ánægjuna af því að standa við árbakkann. Leynivopnið Rússinn var gjöfull og það var mikið líf í ánni þrátt fyrir að fiskarnir hafi ekki verið áfjáðir í að koma í land.
„Það eru tökurnar sem skipta máli,“ segir Bjarni brosandi og naut sín í botn. ÞÁTTURINN HÉR