FréttirVeðurfar

Stórflóð í ánum mánuð eftir mánuð

Hrútafjarðará í klakaböndum /Mynd: María Gunnarsdóttir

„Veðráttan er auðvitað breytileg með hverju ári, undanfarið meira um rok og stórflóð, sem ekki er gott fyrir lífríkið í ánum. Í þessum öru hamfaraflóðum hreinsast burt sandefni, gróður og seiðagengd raskast mörgum sinnum á vetri,“ sagði veiðimaður okkur, sem mikið hefur spáð í breytingar á veðurfarinu hin seinni ár og þennan vetur hafa vatnsflóðin orðið stór og mörg.
„Maður sér þessar breytingar og hamfarir þegar árnar skipta um svip eftir að heilu hylirnir hverfa nokkrum sinnum á ári, þetta er orðið alltaf mikið,“ sagði veiðimaðurinn og bætti við; „við vorum með litla veiðiá og breytingar voru miklar þar“.

Enginn veit hvaða áhrif veðurofsinn síðustu daga hefur haft á veiðiárnar víðsvegar um landið. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á stöðunni og ekkert er vitað um afleiðingarnar. Þetta þarf auðvitað að rannsaka, árnar breytast, hyljir hverfa og hrygningarsvæði sópast burt á hverju ári og þetta virðist færast í vöxt.