Enn eitt árið er stórkokkurinn Gordon Ramsay kominn til veiða á Islandi. Kappinn hefur komið í nokkuð mörg ár og veitt víða um land en hann hefur verið að veiða fyrir austan fjall í Soginu og amk fengið einn lax. En veiðin hefur verið róleg á svæðinu í sumar.
Gordon segir laxinn vel vænan og jafnvel stóran en fiskurinn er kannski 8 eða 9 punda flottur fiskur. Kokkurinn þvælist út um allan heim og eldar en rennir mikið fyrir fisk þar sem það er hægt, enda með mikla veiðidellu. Yfirleitt dvelur Gordon í eina viku á Íslandi.