„Við félagarnir erum nýkomnir úr viku veiðitúr að austan í heiðagæs og hreindýri,“ sagði Sigfús Heiðar og bætti við; „fannst okkur sláandi hvað var mikið minna af heiðagæs en undanfarin ár sem kemur kannski ekki á óvart í ljósi aðstæðna í vor á varptíma. Á „okkar“ svæði var þetta mjög áþreifanleg fækkun miðað við undanfarin ár. Fórum við víða um heiðarnar og sáum samt slangur af fugli en þá aðallega frekar stóra hópa, væntanlega mikið af geldfugli. Ekki að ég haldi að þetta hafi stórkostleg áhrif á stofninn þar sem hann stóð styrkum stoðum fyrir þetta áfall. Held samt að menn ættu vel að ná sér í matinn, við komum amk nokkuð sáttir og allir með í matinn. En ljósi punturinn í þessari ferð var hvað við sáum mikið af rjúpunni, hænur með svona 8 til 10 unga hver. Það er held ég ljóst að rjúpan hafi ekki verið orpinn þegar hretið skall á, þannig að maður getur hlakkað til næsta veiðitímabils,“ sagði Sigfús enn fremur.
Eldra efni
Það rigndi ókristilega – sjóbirtingur að hellast inn
„Við vorum að klára Geirlandsá og svo Elliðaárnar í fyrramálið, það er alltaf eitthvað verið að veiða,“ sagði Bjarki Bóasson sem var að hætta í Geirlandsá á hádegi í dag og bætti við; „við fengum þrettán fiska en áin fór
Styttist í að Elliðaárnar detti í 200 laxa
Veiðin í Elliðaánum hefur verið fín og mikið gengið af laxi í þær. Vatnið er gott og mikið af fiski eins og veiðimennirnir segja sem renna í hana. „Við vorum í Elliðaánum í gær og það var fínt, fullt af
Ég er ekki viss en hann er þá kominn snemma
Veiðimenn eru víða farnir að kíkja eftir laxinum og Ásgeir Heiðar var að skoða í Elliðaánum í morgunsárið. Það styttist í að laxinn mæti á staðinn. Í Kjósinni var snjókoma í gær og erfitt að sjá eitthvað en laxar hafa sést á
Ennþá góð veiði í flestum laxveiðiám
Á vefsíðu Veiðifélaganna komu fram nýjar vikulegar veiðitölur í gær. Þar má sjá Ytri-Rangá á toppnum með 2.866 laxa, svo kemur Þverá/Kjarrá með 1.998, Miðfjarðará með 1.334, Norðurá í Borgarfirði 1.460, Eystri-Rangá 1.402, Selá í Vopnafirði 1.150, Langá á Mýrum
Skotmót við allra hæfi hjá Hlað
Sunnudaginn 4. september halda verslunin Hlað og Skotreyn létt og skemmtilegt skotmót. Færi og fyrirkomulag við allra hæfi og upplagt fyrir alla veiðimenn og koma og vera með. Auk veglegra verðlauna, þ.m.t. aukaverðlaun fyrir að skjóta 25 í hring, þá
Rjúpnaveiðin hefst á morgun
Rjúpnaveiðitíminn hefst í hádeginu á morgun og margir ætla í veiði fyrsta daginn og ennþá fleiri ætla um næstu helgi, einn stuttur dagur segir ekki mikið. Veiðin hefst í hádegi og verður framm í myrkur. Veðurspáin er góð næstu daga,