FréttirVeiðitölur

4600 laxar hafa veiðst í Ytri-Rangá

Veiðitíminn er á síðustu metrunum þetta árið en ennþá er veiddur lax í Ytri og Eystri-Rangá og sjóbirtingsveiðin er á fullu. Veiðimenn eru að gera flotta veiði víða eins og fyrir austan Klaustur.

„Við vorum í Ytri-Rangá í vikunni og fengum 23  laxa og það var fínt veður,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem var við veiðar ásamt fleiri vöskum veiðimönnum.

Ytri-Rangá hefur gefið 3600 laxa, síðan kemur Miðfjarðará með 2458, svo Þverá með 2239 laxa og Eystri-Rangá 2202 laxa.