Víða fín veiði í sæmilegu veðri
„Við fórum þrír vinir saman í Leirá í fyrradag og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Árni Kristinn Skúlason sem hefur veitt á nokkrum stöðum síðan vorveiðin hófst fyrir alvöru. Fyrsta veiðidaginn fór hann í Ytri Rangá og fékk flottan fisk.